Dvergaheimar - gleði og gaman í desember

Við höfum haft nóg að gera í desember og við byrjuðum snemma að undirbúa jólin svo við gætum notið aðventunnar með öllum þeim uppákomum sem við tókum þátt í.  Börnin undirbjuggu afar leynilega pakka handa foreldrum sínum, þau gerðu margskonar skraut, skreyttu piparkökur, fóru í kirkjuferð og á jólaball í ráðhúsinu.  Einnig nutum við góðrar útiveru með heitu súkkulaði og piparkökum.  Þrátt fyrir annríkið höfum við alltaf tíma til að leika og njóta lífsins hér og nú.