Dvergaheimar - gönguferð 20. mars

Það var grenjandi rigning og vindur, en það truflaði engan í gönguferð vikunnar, enda allir klæddir eftir veðri.  Við héldum út á Nes og sáum margt skemmtilegt á leiðinni sem vakti athygli barnanna.  Þau sáu gröfu við sundlaugina og veltu því  fyrir sér hvað hún væri að gera þar.  Þau fundu blóm í móanum sem kennararnir sögðu að væri ekki alvörublóm heldur gervi, er hægt að finna lykt af slíku blómi?  Þau fengu að taka það með sér í leikskólann.  Einnig var mikið af krækiberjum frá síðasta sumri og við fundum holu, þar var búið að safna fullt af berjum.  Okkur datt í hug að lítil mús ætti heima í holunni og við svipuðumst eftir henni - en fundum enga.  Í lok ferðarinnar fundu börnin stóra grjóthnullunga og þau æfðu sig að kasta þeim og lyfta, reyndu á krafta sína og uppgötvuðu hversu öflug þau eru.  Börnin nutu sín og gleymdu stað og stund í skemmtilegu umhverfi