Dvergaheimar - Gönguferð á Nesið 17. apríl

Börnin leiddu okkur áfram í gönguferðinni og þau réðu för hvaða leið skyldi fara.  Þau vildu fara í gegnum íþróttavöllinn og tókum við nokkrar æfingar þar í leiðinni.  Þau tóku spretti, jafnvægisæfingar, klifruðu og rúlluðu niður brekku og var það langskemmtilegast af öllu, svo þau gengu upp hallann aftur og aftur og rúlluðu svo niður.

Það voru vinnuvélar sem fönguðu athygli barnanna í þessari ferð.  Það var verið að flytja jarðveg frá byggingarsvæðinu við íþróttahúsið og keyra það á bak við íþróttavöllinn.  Börnin voru hugfangin yfir þessum stóru tækjum og biðum við eftir að þau myndu keyra fram hjá okkur.

Þessa vikuna var enn og aftur rigning og rok, enginn hafði orð á því að þeim væri kalt eða blaut, enda börnin dugleg að hreyfa sig og skemmtu sér konunglega í ferðinni.