Dvergaheimar í kanínuferð

Í gær fóru Dvergaheimar í heimsókn til þeirra Siggu og Gísla en þau eiga tvær kanínur. Kanínurnar heita Hvíta Blóm og Mía. Börnin fengu að skoða kanínurnar sem voru  í kofanum sínum og reyndu að gefa þeim að borða en rigningin var svo mikil að það gekk brösulega. Við þökkum Siggu og Gísla kærlega fyrir heimboðið.