Dvergaheimar- Kappahópur í gönguferð

Í dag fóru börnin í Kappahóp þau Eivör Ólöf, Henrik Jökull, Kolfinna Lára og Una Dís í gönguferð. Börnin fóru hring í kringum grunnskólann og hittu þar grunnskólabörn og kennara. Þau tóku eftir tölustofum á einum veggnum og sáu krumma fljúga yfir. Á bakaleiðinni fóru þau framhjá tónlistarskólanum og heyrðu nemanda spila fallega tónlist. Í þessari gönguferð var farið yfir umferðarreglunar áður en farið var yfir göturnar. Einnig var rætt um hvað þau hlökkuðu til þegar að trén vakna og fara að fá laufin sín.