Dvergaheimar - kíkt á hænur

Ármann og Þuríður voru búin að bjóða okkur í heimsókn til að skoða hænurnar.  Við fengum okkur göngutúr til þeirra í gær og byrjuðum á að skoða garðinn þeirra, sem er mjög skemmtilegur og fallegur.  Börnin voru mjög hrifin af tjörninni og öllum "dýrunum" sem voru í henni.  Því næst skoðuðum við hænurnar og Ármann gaf þeim korn að borða og fræddi okkur um þær.

Takk kærlega fyrir að taka á móti okkur