Dvergaheimar - kíkt á kanínur

Við fengum leyfi til að kíkja í garðinn hjá Siggu og Gísla, en þar eru tvær kanínur í búri.  Á leiðinni tíndum við upp njóla, en kanínunum finnst hann víst mjög góður.  Þetta var dágóður göngutúr fyrir þennan barnahóp, en þau standa sig alltaf svo vel í gönguferðunum og hafa gaman að ganga.

Í garðinum sáu börnin fallegt bleikt hús og eldavél og gleymdu sér strax í leik þar, en gáfu sér þó tíma til að líta á kanínurnar.  Þær virtust þó vel saddar og vildu ekkert smakka á njólanum okkar.