Loksins kom snjórinn í Þorlákshöfn okkur til mikillar gleði. Við höfum prófað að taka snjóinn inn, leikið með hann og séð hvernig hann bráðnar. Einnig tókum við málningu út með börnunum og prófuðum að mála snjóinn, það var spennandi.
Í janúar fengum við sendingu frá foreldri í leikskólanum, en það voru margskonar sjávardýr, e.o krabbi, krossfiskur, karfi og kuðungar. Börnunum þótti þetta spennandi, sum börnin skoðuðu dýrin vel og vandlega og leituðu að munni og augum.