Dvergaheimar - leikur og starf í júní 2018

Það hefur verið nóg að gera á Dvergaheimum í júní.  Það byrjuðu 4 ný börn hjá okkur og  höfum við verið að kynnast þeim og þau okkur.  Þau eru mjög dugleg og standa sig vel.  Við höfum farið í nokkrar gönguferðir í misjöfnu veðri og svo höfum við verið að koma okkur betur og betur fyrir á nýju Dvergaheimadeildinni okkar.