Dvergaheimar - leir og andlit

Við settum nýjan efnivið með leirnum í vikunni sem vakti mikla hrifningu á meðal barnanna.  Við prentuðum út og plöstuðum andlitshluta og börnin höfðu svo frjálsar hendur að  raða þeim á leirinn.  Þau dunduðu sér í góðan tíma að skapa sitt andlit og var útkoman sérstaklega skemmtileg.  það er hægt að sjá marga ólíka og skemmtilega persónuleika sem birtust í leirnum.