Dvergaheimar - Lubbastund

Nú erum við byrjuð á Lubbastundum á Dvergaheimum.  Eldri börnin taka þátt í þessum stundum vikulega og þá er tekið inn nýtt hljóð sem er farið yfir með þeim.  

Í morgun var fyrsta hljóðið A.  Börnin byrjuðu að læra táknið við hljóðið og hvernig heyrist í því.  Svo var skoðuð mynd af bókstafnum A og kannað hvaða hlutir og börn eiga hljóðið A.  Svo var sungið lag og að lokum reyndum við að mynda stafinn A með börnunum  á gólfinu.  Þetta var skemmtileg stund og þessa vikuna munum við nýta hvert tækifæri til að vinna með hljóðið A í öllum stundum leikskóladagsins