Dvergaheimar - píluhópur í gönguferð

Gönguferðin gekk mjög vel, það voru nokkrar götur sem þurfti að fara yfir og svo í lokin var hátt gras sem var svolítið erfitt yfirferðar, en allt tókst þetta að lokum. 

Stelpurnar voru búnar að sjá nokkra stóra steina á leiðinni sem þær spurðu hvort það væri rétti steinninn, en Latur er miklu stærri.  Enda þegar þær sáu hann þá vissu þær strax að rétti steinninn var fundinn.

Þær skoðuðu hann í krók og kima, veltu fyrir sér hvort einhver byggi í honum, kannski ormur, könguló eða tröll.

Á heimleiðinni stoppuðum við aðeins á skólalóðinni að leika og héldum svo heim í leikskólann, enda allir svangir og þyrstir