Dvergaheimar - Saga Margrét 2 ára

Saga Margrét varð 2 ára laugardaginn 23. september.  Á föstudeginum hélt hún upp á afmælið í leikskólanum.  Hún fékk fallega kórónu og var borðþjónn og valdi sér afmælisdisk og afmælisglas í matmálstímunum.  Um morguninn var söngstund með öllum leikskólanum og þar var sunginn afmælissöngurinn handa Sögu og öðrum afmælisbörnum þessa vikuna.

Til hamingju með daginn þinn