Dvergaheimar- vettvangsferð í Nesið 27. mars 2018

Við fórum þriðju ferðina í Nesið í dag. Markmiðið sem við settum okkur fyrir ferðina var að telja hvað við sæjum marga fugla. Litlu garparnir létu ekki mikinn mótvind og einstöku dropa hafa áhrif á sig. Við sáum tvo hrafna á flugi í Nesinu en því miður náðist ekki mynd af þeim þar sem þeir voru langt frá. Eitt barnanna uppgötvaði að það væri hægt að taka upp gömul lúpínugrös og láta fjúka og gerðum það í svolitla stund. Rætt var við börnin að það væri betra að labba með vindinn í bakið heldur en í fangið.  Síðan stoppuðum við í skýlinu á tjaldsvæðinu og fengum okkur vatn og kex. Í lok ferðar var stoppað á lóðinni við grunnskólann og prófa leiktækin þar. Og þegar við komum í leikskólann fundum við vorið, lauf á trjám.