Eldriborgarar í heimsókn

11. apríl síðastliðinn fengum við heimsókn frá félagi eldirborgara. Það voru þær Jóna og Ellen sem komu og lásu fyrir börnin sögur og spjölluðu um sögurnar. Ellen las bók um sundferð og sagði okkur jafnframt frá því þegar hún var að vinna sem sundlaugarvörður og í þeim ævintýrum sem hún lenti í þá. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn og þökkum við kærlega fyrir komuna.