Álfaheimar - Lögreglan í heimsókn

Á þriðjudaginn voru tveir lögregluþjónar í eftirliti hér út á bílastæði. Þeir voru að kanna hvort allir væru með réttan öryggisbúnað í bílnum og á hjólum. Þegar þessu starfi lauk kíktu þeir inn á allar deildir. Börnunum fannst þessi heimsókn mjög spennandi, sumir voru feimnir á meðan aðrir tóku þá með sér í leik og spjall. Þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina