Goðheimar - Uppskeruhátíð 2018

Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldin uppskeruhátíð en með því lauk samstarfi okkar við 1. bekk þennan veturinn. 1. bekkur kom í heimsókn til okkar í nýja salinn og fór með stafrófsvísuna fyrir okkur. Við á Goðheimum sungum fyrir þau lag og síðan var haldið "Just dance" ball þar sem dansað var við ýmis konar lög. Allir fengu svo safa og köku í lokin.