Grænfánaafhending 2020

Síðasta miðvikudag kom Margrét frá Landvernd og afhenti okkur þriðja grænfánann. Börnin sungu lagið "Vertu til er vorið kallar á þig" og var Margrét með grænfánaleikfimi og tóku allir þátt. Búið var til líkan af Þorlákshöfn í vetur og komu öll börnin á leikskólanum að gerð þess. Líkanið tengist grænfánaverkefni þar sem þemað að þessu sinni var átthagar og landslag.