Grænfáni

Katrín frá Landvernd kom til okkar í gær til þess að taka út vinnu varðandi næsta grænfána en við höfum verið að vinna að því að fá grænfána fyrir lýðheilsu. Katrín ræddi bæði við starfsfólk og börn og var ánægð með þá vinnu sem fram fer hér og eigum við því von á fána innan tíðar. Það verður auglýst betur þegar að því kemur.