Grill og hjóladagur

Við á Goðheimum hjóluðum í kringum íþróttahúsið áður en við fórum upp í leikskóla. Í hádeginu borðuðum við úti ásamt Tröllaheimum. Eftir hádegi hjóluðum við heilsuhringinn og enduðum í leikskólanum. Lögreglan kom og skoðaði hjólin hjá krökkunum og athugaði hvort hjálmarnir þeirra væru rétt stilltir og gáfu krökkunum miða á hjólin sín :)