Heimsókn frá félagsstarfi aldraðra

Í gær fengum við heimsókn frá félagsstarfi aldraðra en það voru þær Ása og Alda sem komu og lásu fyrir börnin. Þar sem veðrið var svo fínt vorum við öll komin út þegar þær mættu og var því ákveðið að lesa bara úti. Það gekk svona ljómandi vel enda er alltaf gaman að fá svona flotta heimsókn. Þökkum við þeim kærlega fyrir.