Kristinn Freyr kennari kom ásamt gítarnemendum sínum, Huldu Vöku og Önnu Laufeyju, frá Tónlistarskóla Árnesinga í heimsókn miðvikudaginn 26.apríl síðastliðinn. Kristinn fræddi okkur um uppruna gítarsins og hvað gítarinn væri með marga strengi, hvernig ætti að stylla hann og hvað væri hægt að nota til að stylla hann. Hann sýndi líka nemendunum hvernig á að spila á gítarinn. Þær Anna Laufey og Hulda Vaka spiluðu nokkur lög og sungum við með því síðasta. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna :)