Hulduheimar - Blær kemur úr sumarfríi

Föstudaginn 15. september kom Blær bangsi til okkar aftur eftir sumarfrí og kom hann með Mikka og Smára slökkviliðsmönnum á stórum og flottum slökkvibil. Svona aðeins til að rifja upp fyrir ykkur þá er Blær bangsi hluti af vináttuverkefni sem við erum að vinna með í leikskólanum. Við erum að lesa sögur um vináttu, skoðum spjöld og ræðum um þau, við syngja lög og förum í skemmtilega leiki ásamt því að vinna með nudd. Allt saman mjög skemmtilegt :)