Hulduheimar - gróðursetning 2019

Börnin á Hulduheimum ásamt Helenu Helgadóttur gróðursettu gulrætur í matjurtagarðinum okkar í aprílmánuði. Flestum börnunum fannst gróðursetningin áhugaverð og skemmtileg. Stefnt er að því að setja niður fleira grænmeti, til dæmis kartöflur þegar líður meira á sumarið.