Hulduheimar - tannverndarvika

Þann 3. febrúar komu Petra tannlæknir og Signý í heimsókn á Hulduheima í tilefni tannverndarviku. Petra las fyrir börnin og fræddi þau um nauðsyn þess að tannbursta og borða hollann mat. Signý var með krókódíl sem börnin fengu að tannbursta og hann spítti á þau vatni af og til, þeim til mikillar ánægju. Að lokum fengu börnin tannbursta og tannkrem. Við þökkum Petru og Signýju kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.