Hulduheimar - uppákoma í desember 2018

Í desember vorum við með uppákomu á Hulduheimum. Sandra Björk las vísur um íslensku jólasveinana og börnin voru alveg með sitt hlutverk á hreinu hvort sem þau voru jólasveinn, grýla, leppalúði eða jólakötturinn. Virkilega flott sýning hjá börnunum. Í lokin þá sungum við saman nokkur jólalög.