Hulduheimar - vettvangsferð í SB skiltagerð

Í dag fóru elstu börnin á Huldu - og Tröllaheimum í vettvangsferð í SB skiltagerð. Kata og Smári tóku á móti okkur og sýndu okkur fullt af skiltum sem þau gera ásamt límmiðum, leiser skornum hlutum og fullt, fullt fleira. Við fengum gjöf frá Kötu og Smára en það er strumpa merki þar sem á stendur Leikskólinn Bergheimar 2018, virkilega flott. Einnig fengum við frostpinna sem vakti mikla kátínu meðal barnanna. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvernig starfsemin er og þökkum við kærlega fyrir að fá að koma í SB skiltagerð.