Ásheimar - Íþróttir í salnum og gönguferð

Í gær fórum við í fyrsta sinn í íþróttir í salnum. Við vorum með trampólín, dýnur, göng og bolta og gerðum ýmsar æfingar. Allir virtust vera skemmta sér konunglega. Í dag fórum við svo í gönguferð í kringum leikskólalóðina þar sem við ætluðum að tína það rusl sem á vegi okkar yrði. Við komum tómhent heim þar sem allt var svo fínt í okkar nánasta umhverfi. Það sem stóð upp úr í ferðinni var að við hittum kött en hann vakti mikla kátínu hjá börnunum.