Opnunarhátíð

Síðast liðinn föstudag 8. júní fengum við marga góða gesti í heimasókn en þá opnuðum við formlega aftur elsta hluta leikskólans að loknum endurbótum. Leikskólinn var til sýnis og boðið var upp á veitingar. Þökkum við öllum sem komu og einnig þökkum við gjafir sem við fengum í tilefni dagsins.