Peta tannlæknir kom í heimsókn í dag

Peta tannlæknir kemur venjulega til okkar í tannverndarvikunni en í ár var slæmt veður þá og frestaðist þessi heimsókn þar til í dag. Peta las fyrir börnin og sýndi þeim Dalla dreka og fengu börnin að tannbursta hann. Jenný kom með henni og afhenti hún börnunum tannbursta sem er gjöf frá leikskólanum en alltaf afhentur við þetta tækifæri. Þökkum við þeim Petu og Jennýju fyrir komuna :)