Petra tannlæknir kom í heimsókn

Í dag komu Petra tannlæknir og Jenný í heimsókn til okkar. Petra las sögu um tannhirðu fyrir börnin og sýndi þeim bangsa sem hægt var að tannbursta með stórum bursta. Öll börnin fengu svo tannbursta að gjöf. Við þökkum Petru og Jenný kærlega fyrir komuna.