Petra tannlæknir og Jenný í heimsókn

Í dag komu Petra og Jenný í heimsókn til okkar. Þær komu og lásu fyrir börnin og kenndu börnunum almenna tannhirðu. Með þeim í för var bangsi sem börnin fengu að tannbursta og krókódíll sem beit í fingur sem urðu á vegi hans. Börnin fengu svo tannbursta með þau meiga taka með heim. Þökkum við þeim stöllum kærlega fyrir komuna.