Sjóvá gefur endurskinsmerki

Í síðustu viku kom Vignir frá Sjóvá og gaf öllum börnunum endurskinsmerki. Það kemur sér vel á meðan skammdegið er og hvetjum við alla til þess að nota endurskinsmerki bæði börn og fullorðna. Þökkum við Vigni og Sjóvá kærlega fyrir.