Tröllaheimar: Berjamó

Miðvikudaginn 30.ágúst fórum við á Tröllaheimum í berjamí. Við fórum við frjálsíþróttavöllinn og var hellingur af berjum þar. Börnin tíndu bæði beint í munninn og í poka sem þau máttu svo taka með sér heim. Við ræddum um það hvað hægt er að gera við berin þegar búið er að tína þau og voru nokkur með það alveg á hreinu hvað hægt er að gera. Við bjuggum svo til berjasaft úr þeim berum sem við kennararnir tíndum og fengu allir sem vildu að smakka. Fanst þeim þetta mis gott en gaman að smakka eitthvað nýtt.