Tröllaheimar - Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16.nóvember, komu nemendur úr 6.bekk í heimsókn og lásu fyrir okkur. Þar sem 16.nóvember bar upp á fimmtudag þetta árið fengum við heimsóknina deginum áður eða 15.nóvember. Nemendurnir skiptu sér á milli deilda og lásu skemmtilegar sögur fyrir börnin. Eftir lesturinn léku sér allir saman og var þetta skemmtilegt uppbrot á deginum.