Tröllaheimar - generalprufa hjá yngsta stigi grunnskólanns

Eins og undanfarin ár var okkur boðið að koma og horfa á generalprufu yngsta stigs grunnskólans 12.desember. Við vorum mætt upp í skóla kl:10:00 og fengum að sjá söng, ljóðalestur og leikrit sem 1.-4. bekkur voru búin að æfa fyrir jólakvöldvökuna sína. Þetta er alltaf mjög skemmtilegt og gaman af þessu samstarfi milli skólastiga.