Tröllaheimar-Hesthúsaferð

Við fórum í göngutúr upp í hesthús 16.maí með nesti með okkur til að skoða dýrin. Við stoppuðum á þremur stöðum og fengum að sjá fullt af dýrum. Við sáum hestana hjá Lindu, kindur, lömb og kanínur hjá Kaisu, kött á röltinu og kindur og lömb hjá Rannveigu. Börnin og fullorðnir skemmtu sér konunglega og ekki skemdi fyrir að allir sem vildu fengu að halda á litlu lambi hjá Rannveigu.