Tröllaheimar og Hulduheimar samvinnu verkefni

Börn fædd 2013 fóru saman inn í sal og unnu þar eitt listaverk saman. Þau voru öll saman með eitt stórt blað og hvert um sig átti sinn stað. Eftir smá stund þurftu þau svo að hætta að teikna þar sem þau voru og færa sig eitt sæti til hliðar og halda áfram með það sem byrjað var á þar. Þetta var gert nokkrum sinnum og gekk mjög vel.