Tröllaheimar - Prikaleit

Prikaleit......mögulega nýyrði en skemmtilegt orð engu að síður sem lýsir því sem við vorum að gera í dag, 24. júní. 

Allir krakkarnir á Tröllaheimum fóru nefnilega í Skrúðgarðinn í prikaleit þar sem þau völdu sér eitt prik til að taka með sér í leikskólann. Prikin ætla börnin svo að skreyta eins og þau vilja og þau verða svo öll hengd saman og búin til eins konar órói. 

Eftir að krakkarnir voru búin að finna sér prik fengu þau að fara á æslabelginn. Það var mikið fjör eins og alltaf. En það sem var öðruvísi að þessu sinni var að löggan kom og kíkti á okkur og hoppaði með krökkunum.