Tröllaheimar - síðasti dagur fyrir sumarfrí 2018

Í dag er síðasti dagurinn okkar í leikskólanum fyrir sumarfrí og var aðeins brotið upp dagskipulagið. Við byrjuðum á því að fara inn í sal klukkan 10 og þar var búið að setja upp diskó græju og just dance og var haldið heljarinnar dans partý. Í staðin fyrir að fara í hvíld horfðum við á video og buðum Goðheimum, Hulduheimum og hluta af Álfaheimum til okkar í bíó og snakk. Í kaffitímanum borðuðum við svo restina af ísnum sem við keyptum fyrir dósirnar sem við erum búin að safna í allan vetur. 

Hafið það gott í sumarfríinu og sjáumst aftur 16.ágúst hress og endurnærð :)