Tröllaheimar - slökkviliðið í heimsókn nóv. 2019

Í gær komu tveir fulltrúar frá slökkviliði Árnesinga í heimsókn og hittu elstu börn leikskólans. Þeir voru að kynna Loga og Glóð sem eru aðstoðarmenn slökkviliðsins og munu krakkarnir líka vera aðstoðarmenn. Þeir athuguðu hvort krakkarnir vissu hvað þyrfti að varast og sögðu frá útbúnaði sem þyrfti að vera inn á öllum heimilum og  í leikskólanum.