Tröllaheimar - smjörgerð

Í ávaxtastund eldri barna vorum við að lesa bók um sveitina og hvað þyrfti að gera í sveitinni. Talið barst út í að mjólka kýrnar og hvað væri gert við mjólkina. Við fórum svo að ræða það hvernig smjör er búið til og vildu þau fá að sjá hvernig það er búið til. Við fórum út í búð með flösku og keyptum okkur rjóma. Við heltum rjómanum í flöskuna og byrjuðu börnin að hrista flöskuna af fullum krafti. Þegar rjóminn var orðin vel þeyttur tókum við kennararnir við enda orðið vel erfitt að hrista. Þegar við komum út í skrúðgarð var rjóminn orðinn að smjöri. Við borðuðum svo smjörið með fiskinum og rúgbrauðinu í hádeginu. Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi.