Umferðaskólinn hittir elstu börn leikskólans

Í gær komu tvær konur frá Samgöngustofu og hittu elstu börnin í leikskólanum (fædd 2013). Þær voru með umferðarfræðslu fyrir börnin þar sem farið var yfir helstu umferðarreglur og börnin fengu fræðslu um nauðsyn þess að nota viðeigandi öryggisbúnað í bílum og á reiðhjólum. Farið var til dæmis yfir nauðsyn þess að vera í bílbelti, bílstól fyrir yngstu farþegana, hvenær einstaklingur er orðin nógu stór til að sitja fram í og nota hjálm þegar við hjólum.  Börnin horfðu á umferðarfræðslumyndina Felix finnur dýrin en þar fá börnin að sjá hvernig Felix gengur að fóta sig í umferðinni. Í lokin fengu börnin gefins litabók með Innipúkanum.