Umhverfisverðlaun Ölfuss

Á sumardaginn fyrsta þann 25. april sl. afhenti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Dagnýju leikskólastjóra umhverfisverðlaun Ölfuss við hátíðlega athöfn í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum í Ölfusi. 

Leikskólinn Bergheimar fær umhverfisverðlaun Ölfus 2019.  Verðlaunin eru veitt fyrir  að móta sterka umhverfisvitund okkar mikilvægasta fólks.

Meðal umhverfisverkefna og áhersla leikskólans er.

  • Leikskólinn hefur nú fengið tvo grænfána og vinnur af þeim þriðja en grænafánaverkefni hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni.
  • Virkjar nemendur með raunverulegri umhverfisþáttöku s.s. að hreinsa umhverfi í bæjarfélaginu, láta þau vinna sjálf að endurvinnslu og flokkun svo eitthvað sé nefnt.
  • Auk þess er umhverfi og lóð leikskólans til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni.

Starfsfólki Bergheima er þakkað þeirra frumkvæði og vinna sem mun án efa skila sér út í samfélag framtíðar öflugum einstaklingum á sviði umhverfismála.