Vorhátið

Á laugardaginn var Vorhátíð foreldrafélagsins haldin í blíðskapar veðri, margt skemmtilegt var í boði eins og Sirkus Ísland skemmti, börnunum boðið á hestbak, sýndir voru hundar, Brunavarnir Árnessýslu komu og sýndu tækjabíl og svo kom lögreglan líka í heimsókn. Grillaðar voru pylsur, boðið upp á ís og allir sem vildu fengu andlitsmálun. Tókst þetta vel í alla staði og ungir sem aldnir skemmtu sér vel.