Vorhátið foreldrafélagsins

Vorhátíðin var haldin 25. maí, mæting var góð í ágætis veðri. Kanínur, fiskar og lamb voru til sýnis, teymt var undir á hestum og Brunavarnir Árnessýslu komu með bíl sem hægt var að skoða. Boðið var upp á andlitsmálningu sem var mjög vinsæl, í lokin voru grillaðar pylsur og ís á eftir.

Foreldrafélagið færði leikskólanum peningagjöf sem nýtt verður til kaupa á íþróttatækjum í salinn, færum við því okkar bestu þakkir.