Fréttir Ásheimar

Goðheimar - bolludagur 2018

Goðheimar - bolludagur 2018

Í dag er bolludagur og þá fengu allir bollur með rjóma og sultu. Hópastarfið var stutt þennan daginn því allir voru svo spenntir að fara út í snjóinn að leika.
Lesa fréttina Goðheimar - bolludagur 2018
Goðheimar - Við heimsóttum tónlistarskólann

Goðheimar - Við heimsóttum tónlistarskólann

Í gær fórum við eftir hádegi í tónlistarskólann þar sem trommukennsla var í gangi.  Fengum við að heyra þrjá drengi spila fyrir okkur en það voru þeir Kjartan Ægir, Ísar Máni og Karl Óskar. Börnunum fannst mjög spennandi að heyra þá spila en jafnframt mikill hávaði.
Lesa fréttina Goðheimar - Við heimsóttum tónlistarskólann
Goðheimar - Petra tannlæknir í heimsókn

Goðheimar - Petra tannlæknir í heimsókn

Í tilefni af tannverndarviku kom Petra tannlæknir og Jenný aðstoðakona hennar í heimsókn til okkar. Þær fræddu börnin um tannhirðu og allir fengu svo tannbursta að gjöf.
Lesa fréttina Goðheimar - Petra tannlæknir í heimsókn
Goðheimar - Afmælisstelpur í janúar

Goðheimar - Afmælisstelpur í janúar

Í janúar eiga þrjár stelpur afmæli á deildinni en það eru þær Aldís Fjóla, Jana Marín og Anna Lísa. Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.
Lesa fréttina Goðheimar - Afmælisstelpur í janúar
Goðheimar - Þorrablót

Goðheimar - Þorrablót

Á föstudaginn síðasta var bóndadagur og þá var öllum pöbbum og öfum boðið í þorramat. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna en gaman var að sjá hve margir gátu mætt.
Lesa fréttina Goðheimar - Þorrablót
Goðheimar - myndir í janúar 2018

Goðheimar - myndir í janúar 2018

Það er ýmislegt búið að bralla þessa fyrstu daga ársins. Embla Guðlaug kom með tvo krabba í leikskólann einn daginn og fengu allir að skoða þá. Sumum fannst frekar vond lykt af þeim og vildu helst ekkert vera hafa þá inni. Föstudaginn síðasta var fjólublár litadagur og fórum við í söngstund og sungu…
Lesa fréttina Goðheimar - myndir í janúar 2018
Goðheimar - afmælisbörn í desember

Goðheimar - afmælisbörn í desember

Í desember eiga þrjú börn hjá okkur á Goðheimum afmæli. Það eru þau Auður María, Ingibjörg Rós og Sebastian Máni. Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.
Lesa fréttina Goðheimar - afmælisbörn í desember
Goðheimar - Grænfáninn afhentur

Goðheimar - Grænfáninn afhentur

Á föstudaginn síðasta kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti leikskólanum grænfána fyrir verkefnið lýðheilsu. Þennan dag var æðislegt vetrarveður og fengu allir heitt súkkulaði og piparköku.
Lesa fréttina Goðheimar - Grænfáninn afhentur
Goðheimar - Uppskeruhátíð með 1. bekk

Goðheimar - Uppskeruhátíð með 1. bekk

Á miðvikudaginn í síðustu viku héldum við uppskeruhátíð með 1. bekk. Rán kom og las fyrir börnin jólasögu og Gestur spilaði á píanó á meðan börnin sungu jólalög. Í lokin fengu öll börnin svala og piparköku.
Lesa fréttina Goðheimar - Uppskeruhátíð með 1. bekk
Goðheimar - Jólaball 2017

Goðheimar - Jólaball 2017

Þriðjudaginn 12. desember var haldið jólaball í ráðhúsinu fyrir öll leikskólabörnin og voru foreldrar velkomnir. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og þökkum við kærlega fyrir það. Allir áttu góða stund saman og fengu börnin pakka frá jólasveinunum sem komu í heimsókn.
Lesa fréttina Goðheimar - Jólaball 2017