Fréttir Ásheimar

Forsetinn okkar fimmtugur

Forsetinn okkar fimmtugur

Í dag er forsetinn okkar fimmtugur og ræddum við það við börnin. Þegar við vorum búin að spjalla saman vildu þau ólm teikna mynd af honum, sem þau gerðu og hér er afraksturinn.
Lesa fréttina Forsetinn okkar fimmtugur
Goðheimar - Myndir maí/júní 2018

Goðheimar - Myndir maí/júní 2018

Ýmsar myndir úr starfinu í júní og nokkrar síðan í maí.
Lesa fréttina Goðheimar - Myndir maí/júní 2018
Goðheimar - Gönguferð að vitanum

Goðheimar - Gönguferð að vitanum

Við fórum í blíðunni í gær í gönguferð að Hafnarnesvita. Börnin voru ótrúlega dugleg að ganga og skemmtu sér vel í fjörunni. Það var svo gaman að við ætluðum varla að fá þau til baka aftur. 
Lesa fréttina Goðheimar - Gönguferð að vitanum
Hænur heimsóttar

Hænur heimsóttar

Í síðustu viku fórum við til Ármanns og Þuríðar og fengum að skoða hjá þeim hænurnar. Alltaf gaman að kíkja þangað í heimsókn, takk kærlega fyrir að taka á móti okkur.
Lesa fréttina Hænur heimsóttar
Goðheimar - Grill og hjóladagur

Goðheimar - Grill og hjóladagur

Í dag var grill og hjóladagur og komu börnin með hjól og hjálma að heiman. Hjólað var á bílastæðinu hér fyrir framan og kom löggan svo í heimsókn og allir fengu skoðun á hjólið sitt ásamt límmiða. Síðan voru grillaðar pylsur og voru þær borðaðar inni. 
Lesa fréttina Goðheimar - Grill og hjóladagur
Afmælisbörn í júní

Afmælisbörn í júní

Í júní eiga tvö börn hjá okkur á Goðheimum afmæli en það eru þau Viktoria Ösp og Hafsteinn Ísarr. Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.
Lesa fréttina Afmælisbörn í júní
Goðheimar - Leikrit

Goðheimar - Leikrit

Síðustu daga hafa börnin verið að búa sjálf til ýmiskonar leikrit og þegar búið er að æfa þau aðeins er haldin sýning. Í morgun var ein slík sýning.
Lesa fréttina Goðheimar - Leikrit
Goðheimar - Uppskeruhátíð 2018

Goðheimar - Uppskeruhátíð 2018

Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldin uppskeruhátíð en með því lauk samstarfi okkar við 1. bekk þennan veturinn. 1. bekkur kom í heimsókn til okkar í nýja salinn og fór með stafrófsvísuna fyrir okkur. Við á Goðheimum sungum fyrir þau lag og síðan var haldið "Just dance" ball þar sem dansað var vi…
Lesa fréttina Goðheimar - Uppskeruhátíð 2018
Goðheimar - Útskrift

Goðheimar - Útskrift

Í síðustu viku var haldin útskrift fyrir elstu börnin í leikskólanum sem eru að fara í grunnskólann í haust. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari athöfn með okkur. 
Lesa fréttina Goðheimar - Útskrift
Goðheimar - Lambaferð

Goðheimar - Lambaferð

Á þriðjudaginn fórum við að skoða nýfæddu lömbin en það voru bæði Kaisa og Rannveig sem tóku á móti okkur. Fyrst fórum við til Kaisu en þar fengum við líka að sjá kanínur og skoðuðum hestana þar við hliðina. Síðan fórum við yfir til Rannveigar þar sem við fengum að klappa lömbunum aðeins. 
Lesa fréttina Goðheimar - Lambaferð