Katrín frá Landvernd kom til okkar í gær til þess að taka út vinnu varðandi næsta grænfána en við höfum verið að vinna að því að fá grænfána fyrir lýðheilsu. Katrín ræddi bæði við starfsfólk og börn og var ánægð með þá vinnu sem fram fer hér og eigum við því von á fána innan tíðar. Það verður auglýs…
Í október áttu þrjú börn afmæli hjá okkur, Jónatan Einir 18. október, Ármann Manol 20. október og Maja Gloria 21. október. Óskum þeim innilega til hamingju með daginn.
Á þriðjudaginn hitti seinni hópurinn hjá okkur 1. bekk og fóru þau út með þeim í verkefnavinnu. Aftur var verkefnið að leita að formum í umhverfinu og gekk samvinna barnanna vel.