Fréttir Álfaheimar

Álfaheimar - útivera síðustu vikuna

Álfaheimar - útivera síðustu vikuna

Við höfum verið dugleg að fara út fyrir Leikskólalóðina í góða veðrinu sem hefur verið undan farið. Fimmtudaginn 13.júní fórum við á frjálsíþróttasvæðið, þar hlupum við einn hring í kringum fótboltavöllinn og fórum svo á hólinn og renndu sumir sér niður á meðan aðrir tíndu blóm.Miðvikudaginn 19.júní…
Lesa fréttina Álfaheimar - útivera síðustu vikuna
Álfaheimar - Hænsnaferð 2019

Álfaheimar - Hænsnaferð 2019

11.júní fóru börnin á Álfaheimum að skoða hænur og var það mikið fjör. Þau börn sem vildu fengu að halda á hænu og svo fengu þau að gefa hænunum smá að borða.
Lesa fréttina Álfaheimar - Hænsnaferð 2019
Álfaheimar - Ísferð og grill- og hjóladagur 2019

Álfaheimar - Ísferð og grill- og hjóladagur 2019

Í vetur höfum við á Álfaheimum verið dugleg að safna dósum í göngutúrunum sem við höfum farið í. Miðvikudaginn 5.júní fórum við svo í gönguferð út í búð þar sem við keyptum ís fyrir peninginn sem við fengum fyrir dósirnar. Ísinn var svo borðaður úti í móa við hliðiná búðinni í blíðskaparveðri. Fimm…
Lesa fréttina Álfaheimar - Ísferð og grill- og hjóladagur 2019
Ganga að minnisvarða Egils Thorarensens

Ganga að minnisvarða Egils Thorarensens

Í gær fórum við öll í göngu að minnisvarða Egils Thorarensens. Listaverkið var skoðað og svo fengu börnin að leika sér í smá stund áður en haldið var aftur af stað í leikskólann :)
Lesa fréttina Ganga að minnisvarða Egils Thorarensens
Álfaheimar - Lambaferð 2019

Álfaheimar - Lambaferð 2019

Þriðjudaginn 21.maí fórum við í lambaferð upp í hesthús. Þar tók Tómas Gíslason, afi Þórdísar Rögnu, á móti okkur og sýndi okkur lömbin sem hann er að hugsa um. Þar fengu börnin að klappa lömbum og gefa einu lambinu að drekka, það var rosalega spennandi. Næst tók Dagný leikskólastjóri á móti okkur o…
Lesa fréttina Álfaheimar - Lambaferð 2019
Álfaheimar - Oddabrautaróló

Álfaheimar - Oddabrautaróló

Fimmtudaginn 9.maí skelltum við okkur í göngutúr á Oddabrautaróló í góða veðrinu. Þar borðuðum við banana og skemmtum okkur vel í leiktækjunum sem þar eru. Börnunum fannst þetta rosalega gaman og góð tilbreyting að borða ávextina úti.
Lesa fréttina Álfaheimar - Oddabrautaróló
Álfaheimar - afmælisstelpur í apríl

Álfaheimar - afmælisstelpur í apríl

Í apríl áttu þrjár stelpur hjá okkur á Álfaheimum afmæli, þær Fanndís Lilja (3ja ára), Þórdís Ragna (4ra ára) og Nadia Sif (4ra ára). Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Lesa fréttina Álfaheimar - afmælisstelpur í apríl
Álfaheimar - afmælisstelpur í mars

Álfaheimar - afmælisstelpur í mars

Í mars áttu þrjár stelpur á Álfaheimum afmæli. Þær Kolbrún Tinna, Zuzia og Salka Sjöfn. Allar urðu þær 4ra ára og óskum við þeim til hamingju með afmælin.
Lesa fréttina Álfaheimar - afmælisstelpur í mars
Álfaheimar - Öskudagur 2019

Álfaheimar - Öskudagur 2019

Á öskudaginn komu margir í búning í leikskólann og sumir vildu fá andlitsmálningu. Eftir ávaxtastund var svo ball í salnum þar sem allir í leikskólanum komu saman og skemmtu sér vel. Eftir hádegismat var svo boðið upp á popp :) 
Lesa fréttina Álfaheimar - Öskudagur 2019
Álfaheimar - Ömmu og mömmu kaffi 2019

Álfaheimar - Ömmu og mömmu kaffi 2019

Börnin buðu ömmum sínum og mömmum í kaffi 22.febrúar í tilefni af konudeginum. Boðið var upp á vöfflur með sultu og rjóma. Áttu þau saman notalega og góða stund. 
Lesa fréttina Álfaheimar - Ömmu og mömmu kaffi 2019